Cart 0

Skilmálar

Pantanir
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag. Sé vara ekki til á lager þá verður haft samband við kaupanda og hann látinn vita hvenær varan er væntanleg.

Greiðslumöguleikar
Greiða má fyrir vörur þær sem keyptar eru á piparogsalt.is með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Kortaþjónustan.

Skilaréttur
Eins mánaðar skilafrestur er á vörum í netverslun okkar. Skilyrði þó er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og að kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Póstsendingar og afhending
Hægt er að nálgast vöruna á skrifstofa okkar á Klapparstíg 44 eða fá hana senda og bætist þá sendingarkostnaður við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er tilgreindur við pöntun. Afhendingartími sendinga geta verið allt að 3 vikur. Vissar vörur eigum við til á lager sem eru afgreiddar samstundis.

Verð
Verðskrá á vefsíðu er birt með fyrirvara um prentvillur. Við áskiljum okkur þann rétt að breyta verðum fyrirvaralaust. Verð eru öll með 24% virðisaukaskatti.