Cart 0

Pipar og salt

Pipar og Salt er rótgróið fyrirtæki sem starfaði sem verslun að Klapparstíg 44, 1987-2015.

Þar sem verslunin hefur lokað höfum við ákveðið að bjóða vissar valdar vörur áfram í netverslun.

Til að byrja með bjóðum við okkar vönduðu sænsku plastmottur frá HORREDSMATTAN, emeleruð húsaskilti og númeraplötur frá Svíþjóð og einnig vinsæla grænmetisskerann, JAPANESE TURNING SLICER.

Auk þess munum við hafa til sölu textíl, finnska gæðamerkið LAPUAN KANKURIT. Aðal áhersla verður lögð á borðlöbera, viskustykki og tengda vöru.

Handskornu tréfuglarnir okkar frá ARCHIPELAGO verða fáanlegir með haustinu.

Kindurnar með ekta gæru frá Svíþjóð munum við bjóða í tveimur stærðum.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!